Árið 2012 kviknaði hugmynd um nýtt búsetuform hjá nokkrum foreldrum ungra einstaklinga með Downs-heilkenni þegar verið var að ræða framtíð einstaklinganna og búsetu þeirra.
Árið 2019 var undirritaður samningur við Hafnarfjarðarbæ um þjónustu fyrir íbúðakjarnann. Samningurinn á sér engin fordæmi. Stuðlaskarð, íbúðakjarninn verður í eigu íbúanna sjálfra og munu því taka fullann þátt og hafa bein áhrif á stefnur og áherslur í þjónustunni.
Íbúarnir þekkjast vel og hafa verið vinir í mörg ár, eru mörg með svipuð áhugamál og tilbúin að flytja að heiman í sitt eigið húsnæði.
Það er von okkar sem stöndum að þessu verkefni að með sameiginlegri búsetu geta þessir vinir orðið góður stuðningur við hvort annað. Þau hafa öll sína mismunandi styrkleika sem þau geta nýtt til að vera hvort öðru innan handar og aukið sjálfstæði í framtíðinni. Íbúðakjarninn er raðhús með 6 íbúðum og er staðsettur í Stuðlaskarði 2 í Hafnarfirði. Í miðju kjarnans er þjónusturými fyrir starfsfólk. Íbúðirnar eru rúmgóðar og fylgir pallur með hverri íbúð.
