Í Stuðlaskarði viljum við eiga eftirsóknarverðan vinnustað þar sem samskipti einkennast af trausti, hjálpsemi, virðingu og jákvæðu viðmóti.
Frábært starfsfólk er grunnur að góðum vinnustað. Í Stuðlaskarði er lögð áhersla á velferð starfsfólks með því að hafa skilvirka verkferla og miðlun upplýsinga. Samvinna er ávallt höfð að leiðarljósi meðal starfsfólks og íbúa í Stuðlaskarði.
Í ráðningum er jafnræðis gætt og litið er til hæfni og fagþekkingar. Í Stuðlaskarði er lögð áhersla á markvissa móttöku nýliða samhliða fræðslu og þjálfun.

Forstöðukona Stuðlaskarðs er Margrét Vala Marteinsdóttir og deildarstjóri er Þórhildur Sölvadóttir.

Margrét Vala hefur áralanga reynslu af starfi með fötluðu fólki. Hún starfaði sem forstöðukona Reykjadals í fjölda mörg ár ásamt því að hafa starfseynslu úr félagsþjónustunni. Margréti Völu er umhugað um réttindi fatlaðs fólks og vega þar sjálfstæði og sjálfsákvörðunarréttur mest.

“Ég er spennt fyrir því að taka þátt í og móta starfið í Stuðlaskarði með öflugri liðsheild starfsmanna og íbúa”

Þórhildur er iðjuþjálfi að mennt og hefur í mörg ár unnið með fötluðu fólki. Þórhildur lætur sig varða málefni fatlaðs fólks og að virðing sé borin fyrir sjálfstæðu lífi einstaklingsins.