Stuðlaskarð leitar að metnaðarfullu starfsfólki í hlutastarf um helgar. Íbúðakjarninn er einstakur af því leyti að hann er í eigu íbúana sem er nýjung á Íslandi. Þetta er því einstakt tækifæri til að taka þátt í mótun og uppbyggingu á starfseminni í nánu samstarfi við íbúana.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Starfsfólk ber ábyrgð á velferð íbúa Stuðlaskarðs
- Starfsfólk vinnur eftir hugmyndafræði Stuðlaskarðs um sjálfstætt líf, valdeflingu og iðjuréttlæti
- Starfsfólk styður og ýtir undir félagslega virkni íbúanna
- Starfsfólk aðstoðar íbúana við daglegar athafnir
- Starfsfólk aðstoðar íbúana við heimilishald
- Starfsfólk virðir sjálfræði íbúanna og hafa velferð þeirra að leiðarljósi
Hæfniskröfur
- Áhugi á málefnum fatlaðs fólks
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæði i starfi
- Jákvæðni og metnaður í starfi
- Hreint sakavottorð
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
Sækja um starf hér: https://studlaskard.is/ads/starfsumsokn/